GOGG

Ypsilon gogg opnar í Bryggjusal í Edinborg á Ísafirði

Laugardaginn 11. júlí kl. 16:00 opnar í Bryggjusal í Edinborg sýningin Ypsilon gogg.

Um er að ræða samsýningu Jóns Sigurpálssonar, Péturs Kristjánssonar og Örlygs Kristfinnssonar. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa staðið vaktina í starfi safna um árabil í sínum heimahögum. Myndlistarlegur bakgrunnur hefur sameinað þá í starfi og lífsafstöðu og er þetta upphafið að þriggja ára sýningaröð sem hefst á Ísafirði þann dag.

Sýningin verður opin daglega kl 12 til 20. Sýningarlok verða sunnudaginn 26. júlí

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com