Dodda Maggy Portrait Photo Bjorn S. Traustason

Young Talent Award, Dodda Maggý opnar einkasýningu í ARoS

ARoS FOCUS // NEW NORDIC: The Sound and Video Works of Dodda Maggý
THE YOUNG TALENT AWARD
23. september 2017 til 14. janúar 2018
Listasafnið ARoS, Árósum, Danmörku

Myndlistarmaðurinn og tónskáldið Dodda Maggý hlaut á dögunum The Young Talent Award frá listasafninu
ARoS í Árósum, Danmörku samhliða opnun einkasýningarinnar ARoS FOCUS // NEW NORDIC: The Sound and
Video Works of Dodda Maggý.

Sýningin opnaði þann 22. september og samanstendur af níu vídeó- og hljóðverkum. Þetta er níunda sýningin í
sýningarröðinni ARoS FOCUS // NEW NORDIC, sem beinir sjónum að ungum og upprennandi skandínavískum
myndlistarmönnum. Að sögn Erlend Høyersten, safnstjóra ARoS er markmiðið með sýningarröðinni að setja
fókus á unga, hæfileikaríka og í sumum tilfellum alþjóðlega viðurkennda skandinavíska listamenn og veita
þeim þá athygli sem þeir eiga skilið.

Eftirfarandi listamenn hafa tekið þátt í sýningarröðinni sem hófst árið 2015:
Gardar Eide Einarsson frá Noregi, E.B. Itso frá Danmörku, Nathalie Djurberg & Hans Berg frá Svíþjóð, Jani
Leinonen frá Finnlandi, Meriç Algün Ringborg frá Svíþjóð og Tyrklandi, Gjörningaklúbburinn frá Íslandi, Jacob
Kirkegaard frá Danmörku, Toril Johannessen frá Noregi og nú Dodda Maggý frá Íslandi.
ARoS er eitt stærsta listasafn í Norður-Evrópu.

 

STUTT UM DODDU MAGGÝ
Dodda Maggý (f.1981) býr og starfar í Reykjavík. Hún er með tvær bakkalárgráður frá Listaháskóla Íslands, í
myndlist (2001-04) og í tónsmíðum (2013-16). Hún lauk mastersgráðu í myndlist frá Konunglegu Dönsku
Listaakademíunni í Kaupmannahöfn (2006-09) og útskrifaðist frá Nordic Sound Art, tveggja ára hljóðlistarnámi
á mastersstigi sem átti sér stað í Listaháskólunum í Malmö, Þrándheimi, Osló og Konunglegu Dönsku
Listaakademíunni (2007-09).
Í verkum sínum vinnur Dodda Maggý með tímatengda miðla,vídeó, tónlist og hljóðlist, þá sérstaklega samspil
vídeós og tónlistar. Viðfangsefni verkanna fjalla um ósýnilega eða huglæga þætti eins og skynrænar upplifanir
og breytileg ástönd meðvitundar. Hvort sem verkin taka form vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar, hljóðlistar eða
þögulla vídeóverka má segja að þau séu tilraunir til að formgera innri víddir drauma, minninga og
ímyndunaraflsins.

THE YOUNG TALENT AWARD
Samhliða opnuninni á sýningunni í ARoS hlaut Dodda Maggýverðlaunin Young Talent Award, sem er ætlað að
styrkja og heiðra unga upprennandi skandínavíska listamenn. Verðlaunin eru ekki opin til umsóknar heldur eru veitt listamanni sem ARoS tilnefnir. Auk Doddu Maggýjar hlutu E.B. Itso og Meriç Algün Ringborg verðlaunin
árið 2015 og 2016. Verðlaunin eru veitt með stuðningi Det Obelske Familiefond.

Þann 18. ágúst opnaði Dodda Maggý einnig einkasýninguna Variations í BERG Contemporary í Reykjavík.
Sýningin stendur til 21. október 2017.

 

Frekari upplýsingar um ARoS FOCUS//NEW NORDIC:
http://en.aros.dk/about-aros/press/2015/aros-focus
Frekari upplýsingar um Variations í BERG Contemporary:

Frekari upplýsingar um Doddu Maggý:
www.doddamaggy.info/

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com