Gallerí78

Ylva Frick opnar sýninguna Unaður í Gallerí 78, laugardaginn 19. október

Ylva Frick er fjöllistamanneskja sem býr og starfar í Malmö. Lífsskoðanir og list hennar litast af hugmyndinni um að upplýsingar séu þekking óháð sannleiksgildi, að öll viðhorf eru verð íhugunar.

Skúlptúrar Ylvu sýna mannverur njóta kynlífs með mismunandi hætti. Þessar verur túlka fjölbreytilega kynhneigð, kynvitund og ólíkar gerðir sambanda og tenginga fólks á milli. Þjóðaruppruni er tekinn út fyrir sviga þar sem verurnar eru grófgerðar og líkamar þeirra í björtum litum, grænum, bleikum, bláum og svo framvegis.

Ylva segir að sjónrænt efni geti verið margslungið og þá sérstaklega hvað varðar myndræna túlkun kynlífs. Hún segir jafnframt að vandasamt geti verið að túlka kynlíf á myndrænan hátt þar sem jafnvel frá unga aldri hafi fólk mikið aðgengi að klámi sem dregur upp óraunsæja mynd af kynlífi. Klám sýnir fyrst og fremst skekkta mynd af kynjahlutverkum og ýti undir óraunverulegar hugmyndir um hvernig líkamar eiga að líta út. Að standa undir þeim kröfum sem klám stuðlar að gagnvart útliti og kynhegðun geti því valdið streitu og kvíða í kynlífi. Með erótískum verkum sínum vill Ylva varpa ljósi á annars konar kynferðislega tjáningu og mynda þannig mótvægi gegn þeirri sífelldu sjónrænu bylgju sem flæðir yfir okkur í nútíma samfélagi.

Ylva Frick lauk BA prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur meðal annars haldið einkasýningu í Gallerí Slím og tekið þátt í samsýningunum Kynleikar í Tjarnarbíói, Image 101 í Salzburg og Fjöltengi, Ekkisens Gallerí í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt.

Ylva Frick – Pleasures

Ylva is a Malmö based multi-artist with a worldview and artistry that is permeated by the idea that all information is knowledge regardless the degree of truth. All perspectives are worth considering.

Her sculptural work portrays human figures enjoying sex in different ways. The figures represent a variety of sexual orientation, gender identity and different types of relationships and constellations. Different ethnicities are beside the focus point as the figures are rough in their making and the colors of their bodies are green, pink, blue, and so on.

Ylva believes that visual material can be complicated when it comes to illustrating sex. “We have access to porn from an early age and it is problematic as the porn dominating our world does not give a complete picture of what sex is. Above all, it creates a skewed image of gender roles and what the human body looks like. It contributes to stress and anxiety around sex, as we strive to abide these body ideals and sexual behaviors”. With Ylva’s erotic work she wants to shine light on alternative sexual expressions and portray a counter image in the visual flow we are constantly exposed to on social platforms.

Ylva Frick finished her BA at the Arts University of Iceland in 2015 and has, amongst other things, held a solo exhibition at Gallerí Slím, as well as taking part in the group shows Kynleikar at Tjarnarbíói, Image 101 in Salzburg and Fjöltengi, Ekkisens Gallerí in Reykjavík.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com