Thor Mynd

Y, Hamraborg: Ferð – Þór Sigurþórsson

Sýningaropnun í Y, Hamraborg, næstkomandi laugardag (17. júlí) frá 15-17. Sýnd verða verk eftir listamanninn Þór Sigurþórsson og ber sýningin titilinn Ferð.

Verkin á sýningunni hafa öll með framrás tímans að gera. Höfuðpúðarnir eru ferðalagið, flæðandi, hlykkjóttur tími. Í klukkuverkunum benda vísarnir á vísindalegri, rökrænni hugmynd um tíma. Þyrpingar vísanna vísa í fjölvíddir tíma og rúms. Skafmiðaefnið hylur tímabundið efni, fréttir dagsins. Huldir undir skafmiðaefninu eru atburðir dagsins sveipaðir dulúð. Naumhyggjan tekur við af ofhlæði upplýsinga, hlutirnir eru einfaldaðir. Atburðir líðandi stundar eru gerðir óræðir.

Sýningin er opin til 28. ágúst

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com