Henning

WRITING – Einkasýning Henning Lundkvist

OPEN – Grandagarður 27

8.mars kl.19-21

Kveikt verður á hljóðverkum kl. 20.

Aðgangur ókeypis

Sýningin er opin frá 8. – 24. mars.

Opnunartímar: laugardaga og sunnudaga kl. 13 – 17.

OPEN býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar Henning Lundkvist, WRITING,  þann 8. mars kl 19-21. Þetta verður fyrsta sýning Henning á Íslandi og jafnframt fyrsta myndlistarsýning hans frá útgáfu fyrstu tveggja skáldsagna hans: Planned Obsolescence – A Retrospective (hjá Atlas Projectos) og Jolene (hjá CLP Works) en báðar komu þær út í fyrra.

Vinur listamannsins hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði fyrri bókina vera einhverskonar “portrett af höfundinum sjálfum skrifað af hagkerfinu”. Fyrirferðamesta ungskáld svía á twitter líkti þeirri seinni við „einræðu ofnæmissjúklings á barnum”.

Þrátt fyrir að WRITING byggi á á leifum og efnivið áðurnefndra bóka, kemur hún þeim alls ekki við. Öfugt við WRITING, samanstanda bækurnar af skrifum – orðum sem er raðað í langar setningar á blað. Á meðan WRITING er rými sundurskorið af myndum unnum í tölvublek eða útprentaðar ásamt meðvirkandi hljóðum. Líkt og með bækurnar, er sýningin hugsuð til lesturs.

Henning Lundkvist (fæddur 1981 í Jönköping, Svíþjóð) er myndlistarmaður og rithöfundur búsettur í Kaupmannahöfn. Hann vinnur með ólíka miðla, þ.á.m. texta, rödd, hljóð og myndir.  Hann hefur meðal annars sýnt og flutt gjörninga í Rollaversion Gallery (London), Moderna Museet (Stokkhólmi/Malmö), Sismógrafo (Porto), Vermilion Sands (Kaupmannahöfn), Kunsthalle Lissabon (Lisbon), Kim? (Riga), og Kunstraum (London). Verk hans hafa birst í útgáfum CLP

Works, Atlas Projectos, Provence/Paraguay Press, og OEI Editör. Hann stjórnar Ch’ien Chien, frekar handahófskenndri seríu af einstaka sýningum og viðburðum heima hjá sér. Henning er líka annar helmingur Muzak dúósins Drunkard.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com