Styrmir Örn G1

What Am I Doing With My Life? útgáfupartý í OPEN – Styrmir Örn Guðmundsson

Verið hjartanlega velkomin í útgáfupartý á bók- og vínilplötuverkinu What Am I Doing With My Life? eftir Styrmir og Læknadeildina Laugardaginn 27. Apríl kl 17 – 21 í OPEN að Grandagarði 27. 

Árin 2017-2018 túraði Styrmir Örn Guðmundsson um Evrópu og bauð kollegum sínum að flytja með sér rappóperuna W.A.I.D.W.M.L? 

Í fyrsta gjörning túrsins stóð Styrmir aleinn í læknasloppi andspænis fullu húsi sjúklinga í Riga. Sem sjálfyfirlýstur læknir spann hann á staðnum rímur og skrýtlur um vestræna læknisfræði. Á næsta stoppi í Vilníus bættust við fleirri læknar og undir rímum ómuðu taktar frá deyfingarlækni. Þegar komið var til Berlínar byrjaði snjóboltinn að rúlla og með hverju stoppi túrsins margfaldaðist læknadeildinn og óperan gerjaðist.

Í gjörningunum komu listamenn fram sem sjálfyfirlýstir læknar og með nálastungurappi sínu heiluðu áhorfendur af álögum félagslegra og pólitískra meina sem hrelluðu samtímann.

Eftir túrinn dró Styrmir svo gjörvalla læknadeild sína inní hljóðver og úr varð 12 tommu vínilplata og bók með sérútbúnum tónlistarteikningum sem sjúklingum gefst nú færi á að njóta.

Læknadeildin:

Yfirlæknir – Styrmir Örn Guðmundsson

Dulrænn hjartalæknir – Jokūbas Čižikas

Lík – Indriði Arnar Ingólfsson

Deyfingarlæknir – Jurgis Paškevičius

Geislalæknir – Thomas Myrmel

Skurðlæknir – Ásta Fanney Sigurðardóttir

Nálastingari – Hreinn Friðfinnsson

Seyðkona – Géraldine Longueville

Kosmískur Huggari – David Bernstein

Móðir – Anat Spiegel

Taugapúslari – Bergur Thomas Anderson

Hjúkrunarfræðingur – Arnar Ásgeirsson

Sjúklingur – Örn Alexander Ámundason

Mjólkuróþolandi – Hilmar Guðjónsson

Healthcore-fagmaður – Žygimantas Kudirka

Lýtalæknir – Curver Thoroddsen

W.A.I.D.W.M.L? TÚR 2017-2018:

Survival Kit 8, Riga

Autarkia, Vilnius

Broken Dimanche Press, Berlin

Lithuanian Pavilion, 57th Venice Biennale

A – DASH, Athens

Open Triennale, Centre of Polish Sculpture in Orońsko

Kunstverein, Amsterdam

That Might Be Right, Brussels

Kling & Bang, Reykjavík

Contemparary Art Center, Vilnius

Ujazdowski Castle, Warsaw

Túrstjóri: Annabelle von Girsewald

Bókverkið var styrkt af Myndlistarsjóði.

Við hlökkum til að fá ykkur inn í bráðamóttökuna OPEN!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com