Boðskort Óöf Og Rolf

“Vitsmunarleg munúð ” og “Milli glers og auga” í ARTgallery GÁTT

Verið hjartanlega velkomin á tvær opnanir í ARTgallery GÁTT, Hamraborg 3a Kópavogi ( gengið inn norðamegin ),

laugardaginn 11.nóvember kl. 15.00 – 18.00.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Listakonan Ólöf Björg Björnsdóttir sýnir málverk í efri sal undir nafninu ” Vitsmunarleg munúð ” . Sænski glerlistamaðurinn og iðnhönnuðurinn Rolf Sinnemark sýnir glerverk í neðri sal og nefnist sýning hans ” Milli glers og auga” .

Sýningarnar standa til 3. desember og eru öll verkin til sölu.

Opið er miðvikudaga- sunnudaga kl. 15.00 – 18.00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com