Kjaramál myndlistarfólks
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um þörf myndlistarfólks fyrir samfélagslegt öryggisnet og hvernig SÍM gæti komið þar til móts við sitt félagsfólk. Í þessu augnamiði hefur verið stofnaður sérstakur faghópur myndlistarfólks í stéttarfélaginu Visku innan BHM.
Aðild að Visku getur hentað öllu félagsfólki SÍM, hvort sem það er sjálfstætt starfandi listafólk, kennarar við Listaháskóla islands eða kennarar við einkarekna myndlistarskóla sem yfirleitt eru ekki í neinu félagi og ættu öll að geta nýtt sér þennan kost.
Allar frekari upplýsingar er að finna á vef Visku:
Sjóðir innan BHM
Með því að skrá sig í Visku — stéttarfélag opnast aðgangur að sjóðum innan BHM, þ.á.m. sjúkrasjóð, orlofssjóð og starfsmenntunarsjóð.
Með aðild að Visku tekur félagsfólk upplýsta ákvörðun um að gerast aðili að sjúkra-, orlofs- og starfsmenntasjóðum BHM og þar með að vinnuveitandi greiði iðgjald til Visku.
Nánari upplýsingar um skil á iðgjöldum má finna hér.
Einnig má finna gagnlegar upplýsingar fyrir sjálfstætt starfandi á vef Visku, hér: