Untitled 1

Vinnustofusýning Jóhönnu Bogadóttur

Vinnustofusýning Jóhönnu Bogadóttur

Á sýningunni verður eitthvað af þeim málverkum sem ég hef unnið við á síðastliðnum 4-5 árum og einnig nokkur miklu eldri ásamt einhverju af grafík, skissum og fleiru.
Ég hef lítið sýnt hér heima undanfarin ár og ekki er mögulegt að sýna stór málverk hvar sem er. Því vil ég nota síðustu vikuna áður en ég flyt úr þessari stóru vinnustofu sem ég hef haft undanfarið og hafa þar opið hús.

Opið verður frá kl. 13 til 17 alla daga frá laugardeginum 23. janúar til sunnudagsins 31. janúar í vinnustofu minni HAMRABORG 9, Kópavogi (beint á móti Krónunni við hliðina á gula húsinu).

 

Allir velkomnir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com