Budapest Gallery
Félagsmenn geta sótt um eins mánaðar vinnustofudvöl í Budapest Gallery í miðborg Búdapest, Ungverjalandi, 2.-31. maí 2025.
Budapest Gallery býður listamönnum og sýningarstjórum að dvelja í fullbúinni 60 fermetra stúdíóíbúð með þakgarði og útiverönd í höfuðborg Ungverjalands með það að markmiði að auka listiðkun sína og stækka tengslanet. Innifalið í dvöl er leiðbeinandi aðstoð frá Búdapest Gallery ásamt möguleika á að halda sýningu í lok dvalar.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsóknum í einu PDF skjali:
-
Kynningarbréf
-
Ferilsskrá
-
Portfolio
-
Stutt greinagerð á því hvernig listamaður hyggst nýta sér dvölina, markmið og væntingar
Athugið að öll umsóknargögn þurfa að vera á ensku. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.
Forval á umsóknum er í höndum valnefndar á vegum SÍM, en lokaval á listamanni er í höndum Budapest Gallery.
Gjutars Residency
Samband íslenskra myndlistarmanna í samstarfi við Gjutars Residency bjóða félagsmönnum að sækja um vinnustofuskipti í Vantaa, Finnlandi 1. - 30. júní 2025.
Íbúðin er staðsett í bænum Vantaa, stuttspor frá Helsinki, og er umkringd náttúrunni sem býður upp á friðsælt andrúmsloft til að skapa og njóta. Í húsnæðinu er einnig rúmgóð vinnustofa og sýningarrými, en listamönnum gefst tækifæri til þess að halda sýningu að dvölinni lokinni.
Innifalið í dvölinni er 500 evra styrkur frá Vantaa Artist Association.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsóknum í einu PDF skjali:
-
Kynningarbréf
-
Ferilsskrá / CV
-
Portfolio
-
Stutt greinagerð á því hvernig listamaður hyggst nýta sér dvölina, markmið og væntingar
Athugið að öll umsóknargögn þurfa að vera á ensku. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.
Forval á umsóknum er í höndum valnefndar á vegum SÍM og SÍM Residency, en lokaval á listamanni er í höndum Gjutars Residency.