SIM Logo

Vinnustofur SÍM lausar til umsóknar

Nokkrar vinnustofur eru að losna á næstunni. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að sækja um, þurfa að senda tölvupóst á sim@sim.is og tilgreina hvaða vinnustofu er verið að sækja um. Ef áhugi er á fleiri en einni vinnustofu þarf að lista þær upp eftir áhuga (val1, val2 og svo frv.). Ekki er tekið við umsóknum í gegnum síma.

Korpúlfsstaðir – 52m2 vinnustofa losnar 1.febrúnar 2020, en getur verið laus 1.janúar sé áhugi á að taka við henni þá.

Lyngás – 46m2 vinnustofa, laus frá 1.janúar 2020

Auðbrekka 1 – 44m2 vinnustofa, laus frá 15.desember 2019

Hólmaslóð – 17m2 vinnustofa. Þessi vinnustofa getur verið laus frá 15.des.

Seljavegur – 18m2 vinnustofa losnar í febrúar 2020.

Seljavegur – 10m2 vinnustofa – laus nú þegar.

Korpúlfsstaðir – 53m2 Project rými. Rýmið er leigt út í 1-3 mánuði í einu og getur hentað í tímabundin verkefni.

Vinnustofur SÍM eru aðeins leigðar fullgildum og skuldlausum félagsmönnum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com