Teikning

Vinnustofur SÍM á Hólmaslóð 4 eru lausar til umsóknar

Vinnustofur SÍM á Hólmaslóð 4, Granda, eru nú lausar til umsóknar.

Vinnustofurnar eru ca. 22 talsins (sjá teikningu hér fyrir neðan) og eru frá ca. 11 m² upp í ca. 60 m² að stærð. Húsaleigan er kr. 1.700.- pr. m² á mánuði fyrstu 3 árin, eða frá 1. jan. 2018 til 1. jan. 2021, en hækkar í kr. 1.900,- pr. m² á mánuði frá 1. jan. 2021 til 31. mars 2024. (Ath að húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs). Innifalið í leigunni er rafmagn, hiti og internet, nema ef um orkufrek tæki er að ræða (t.d. leirbrennsluofna), þá þarf að greiða aukalega.

Húsaleiguna skal greiða fyrirfram og í byrjun hvers mánaðar. 

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um feril og fyrirliggjandi verkefni og hvernig umsækjandi hyggst nota vinnustofuna.

Vinnustofurnar eru leigðar til 3ja ára í senn. Úthlutunarnefnd á vegum SÍM mun fara yfir umsóknir og úthluta vinnustofunum.

Leigutímabilið er frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2020. Einungis fullgildir félagsmenn koma til greina við úthlutun.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér, einnig er hægt að fá umsóknareyðublaðið sent með tölvupósti ef haft er samband við sim@sim.is.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. Úthlutun verður lokið eigi síðar en 19. janúar 2015. Umsóknir skal senda inn rafrænt til sim@sim.is fyrir 15. janúar 2018.

Vinnustofurnar verða tilbúnar til afhendingar á tímabilinu 19. janúar til 1. mars 2018.

–Skrifstofa SÍM

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com