Steini

VINNUSTOFAN

Steingrímur Gauti Ingólfsson & Halldór Ragnarsson

Mokka Kaffi

30. júlí – 2. september 2020

Myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Halldór Ragnarsson opna Vinnustofuna fimmtudaginn 30. júlí klukkan 16 á Mokka Kaffi. Listamennirnir sýna hér verk sín saman í fyrsta skipti eftir að hafa deilt vinnustofu síðustu fjögur ár. Vinnustofan sem lifandi vettvangur er útgangspunkturinn og það sem vakir í raun og veru fyrir þeim með þessari sýningu er að fagna þeirri orku sem á sér stað á milli þeirra innan vinnustofunnar. Í huga listamannanna er vinnustofan í sjálfu sér oftar en ekki kveikjan að verkum þeirra með öllum sínum möguleikum og afmörkunum sem hún hefur upp á að bjóða. En þó að samhengi verka þeirra á milli hafi ekki sama útgangs- eða endapunkt, þá eru það kraftarnir innan rýmisins í gegnum samtöl og tilraunir sem eiga alltaf hlut í verkum þeirra.  

————————————————————————–

Steingrímur Gauti Ingólfsson er fæddur 1986 í Reykjavík, þar sem hann býr og starfar. Hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2015 og hefur verið virkur í sýningarhaldi síðastliðin ár. Steingrímur hefur haldið níu einkasýningar frá árinu 2015, ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. 

www.steingrimurgauti.com 

instagram: @steingrimurgauti 

steingrimur.gauti@gmail.com

Halldór Ragnarsson er fæddur 1981 í Reykjavík. Halldór lauk bakkalár- og meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, auk þess að nema heimspeki, kennslu- og listfræði við Háskóla Íslands. Halldór hefur haldið tólf einkasýningar frá árinu 2007 og tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars yfirlitssýningu á íslenskri málaralist, Nýmálað, á Kjarvalsstöðum árið 2015. Árið 2018 kom út bók hans Leit að lífi, sem er einskonar ferðasaga listamannsins (bókina má finna á Mokka). Þar tvinnar hann saman ljósmyndum og dagbókarbrotum af ferðalagi sínu um sjö eyjar syðst í Karíbahafi veturinn 2017-18.

www.hragnarsson.com 

instagram: @halldor_ragnarsson 

mariomuskat@hotmail.com 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com