Kötturinn Og Konan Hans

Vinir og elskhugar | Sýningarspjall í Gerðubergi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Sunnudaginn 8. september kl. 14:00

Dagmar Agnarsdóttir, myndlistarkona, tekur á móti gestum og leiðir þá um málverkasýninguna Vinir og elskhugar. Leiðsögnin fer fram í Borgarbókasafninu Gerðubergi, sunnudaginn 8. september kl. 14:00.

Sýningin var opnuð í Gerðubergi 15. ágúst s.l. og stendur til sunnudagsins 15. september. Myndefni og innblástur sækir Dagmar í fólk og fyrirbæri – fólk í daglega lífinu og stöðu þess í heiminum. Konur eru henni hugleiknar en á ferðum sínum um Asíu og Afríku hefur hún lagt sig fram um að kynnast konum og átta sig á þeim veruleika sem þær búa við á hverjum stað. Málverkin endurspegla minningar hennar um þær konur sem hafa orðið á vegi hennar. Þegar Dagmar er ekki að mála keppir hún á alþjóðavettvangi í kraftlyftingum og á sem stendur 24 Íslandsmet í greininni.

Dagmar Agnarsdóttir á verk í Artóteki Borgarbókasafnsins og á www.artotek.is má lesa við hana viðtal sem tekið var í tilefni af sýningunni Vinir og elskhugar.

Kaffihúsið í Gerðubergi verður opið gestum þegar leiðsögnin fer fram frá kl. 13-16.
Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 13-16.

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6173

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com