Borgarsogusafn12

Vindóróasmiðja til heiðurs góu á Árbæjarsafni á laugardag

Hvað? Vindóróasmiðja til heiðurs góu

Hvenær? laugardaginn 29. feb. kl. 13-15

Hvar? Árbæjarsafni

Í tilefni af upphafi góu verður haldin vindóróasmiðja á Árbæjarsafni laugardaginn 29. febrúar kl. 13-15.

Anna Þóra Karlsdóttir myndlistarkennari mun leiða smiðjuna. Hráefni í vindóróa verður á staðnum og eru allir velkomnir. Athugið að aðra daga vetrarfrísins 28. feb. -2. mars kl. 13-17 verður hægt að gera vindóróa upp á eigin spýtur í safnhúsi sem nefnist Líkn.

Góa er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Í gamla daga tíðkaðist að hengja upp rauðan ullarlagð út í glugga til að blíðka góuna í von um gott veður. Í þessari smiðju munu krakkar útbúa mórauðan ullaróróa í þessum sama tilgangi.

Að lokinni vindóróagerð eru gestir hvattir til að kíkja inn í húsin á safninu.

Yndislega kaffihúsið á Árbæjarsafni í Dillonshúsi verður opið milli klukkan 13-16 þennan dag með góutilboð á pönnsum, vöfflum og kakó.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com