top of page
Anchor 1

Við borgum myndlistarmönnum: Leiðbeinandi taxtar

SÍM mælist til þess að greiðsla til myndlistarmanna fyrir störf á fagsviði þeirra séu ekki lægri en kr. 11.200 á klukkustund fyrir tilfallandi verkefni.

Upphæð þessi miðast við grunnlaun kr. 6.500 í janúar árið 2016, uppfærð miðað við hækkun launavísitölu opinberra starfsmanna í janúar 2024.

 

Ef verkefni er lengra en sem nemur þremur dögum, eða 24 tíma samfelldri vinnu má semja um afslátt frá þessari greiðslu.

Tilmæli SÍM eru að sá afsláttur sé veittur að hámarki 20% skv. eftirfarandi töflu.

Stundir
Afsláttur
Tímakaup
4-24
0%
11200
25-40
5%
10640
41-80
10%
10080
81-120
15%
9520
121+
20%
8960
Nánari skýringar

 

Dómnefndarstörf  (þar með taldir undirbúningsfundir)

Dómnefndarstörf felast í mati og vali á verkum til sýninga eða verðlauna og krefjast því ábyrgðar og sérþekkingar.

Greiðsla að lágmarki 2 klst. pr. fund

Hönnun og yfirstjórn sýninga

 

Í hönnun flest ákvörðun um fyrirkomulag og útlit sýningar, söfnun mynda og gagna, svo og undirbúningur dagskrár sýningar og verkstjórn við frágang sýninga.

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst

 

 

Myndlistarmaður vinnur við uppsetningu á eigin sýningu.

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst.

 

 

Myndlistarmenntaðir tæknimenn við uppsetningu á sýningum, þar sem krafist er ábyrgðar og sérþekkingar.

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst

 

 

Viðgerð á eigin verkum.

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst

 

Pöntuð leiðsögn myndlistarmanns um söfn eða sýningar, eigin eða annarra, einnig leiðsögn með erlenda eða innlenda gesti á vegum opinberra aðila.

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst

Listamannaspjall myndlistarmanns um eigin sýningu.

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst

KENNSLA

 

Stundakennsla

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst.

 

 

KYNNINGAR 

 

Kynning í grunn-  og framhaldskólum

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst.

 

Kynning í skólum á háskólastigi

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst.

Kynning í fyrirtækjum

Greiðsla skv. töflu, lágmark 6 klst.

 

 

FUNDIR OG PALLBORÐ

 

Þátttaka í pallborðsumræðum

Greiðsla skv. töflu, lágmark 2 klst.

 

Stjórnun pallborðsumræðna

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst.

 

Ráðstefnu-/fundarstjórn

Greiðsla skv. töflu, lágmark 4 klst.

 

Fyrirlestur ( eftir umfangi)

Greiðsla skv. töflu, lágmark 6 klst.

 

 

NÁMSKEIÐ

Greiðsla skv. töflu, viðmið 2 klst. pr. 40 mín. 

 

 

Dagpeningar og kílómetragjald

Þurfi félagsmaður að ferðast vegna verkefnisins er eðlilegt að greiða kílómetragjald vegna ferðalags eða greiða sérstaklega fyrir ferðir.

Ef félagsmaður dvelst yfir nótt er eðlilegt að hann hljóti dagpeninga á meðan á dvöl stendur.

 

Um verktakagreiðslur er að ræða. 

bottom of page