Ill Fly With You2

Viðburðir framundan á Gerðarsafni

(English below)

Gjörningasmiðja á Gerðarsafni
Laugardaginn 22. september kl. 13:00-15:00 á sér stað Fjölskyldustund þar sem listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundson sýnir þáttakendum hvernig mismunandi listform geta fléttast saman inn í frásagnir sem verða að gjörningum. Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er Styrmir með verkið Líffæraflutningur sem samanstendur af fjórum skúlptúrum í formi mismunandi líffæra úr keramiki sem jafnframt eru hljóðfæri.
Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er fjórum samtímalistamönnum boðið að ganga inn í yfirlitssýningu á verkum Gerðar Helgadóttur. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum. Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi og er viðburðurinn er opinn öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Performance workshop at Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
A workshop with a focus on performances will take place in Gerðarsafn Saturday the 22nd of September at 1 p.m. The artist Styrmir Örn Guðmundsson will lead the workshop which is intended for the whole family. Styrmir´s work includes breakdance, rap/singing, drawing, writing, sculptures and directing. During the workshop Styrmir teaches how all the artforms connect into stories that can result in a performance. Styrmir Örn is one of the participating artist in SCULPTURE / SCULPTURE, exhibition series that seeks to honor sculptor Gerður Helgadóttir. The event is hosted by the Culture Houses of Kópavogur and is free of charge.

/////

Sunnudags listamannaspjall á Gerðarsafni
Sunnudaginn 23. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur. Verk Áslaugar eiga sterkar rætur í byggingariðnaði og skapa jafnframt hugrenningartengsl við borgarlandslagið hvað varðar efnisval, liti, form og næmt auga listamannsins fyrir umhverfi sínu. Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar.
Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

Artist talk at Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
An artist talk will take place in Gerðarsafn Sunday the 23rd of September at 3 p.m. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir will discuss her work in the exhibition SCULPTURE / SCULPTURE which is an exhibition series that seeks to honor sculptor Gerður Helgadóttir, whom the museum is named after. Áslaug’s work is firmly rooted in the construction industry and also evokes images of urban landscapes, regarding material, colour, form and the artist’s perceptive eye for her surroundings.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com