Við viljum vekja athygli á húsnæðisvanda danslistamanna og styðjum þeirra baráttu, með hlýju SÍM

frá danslistamönnum:

Kæru félagar, vinir og velunnarar.
Eins og mörg ykkar vita missti Dansverkstæðið húsnæði sitt á Skúlagötunni þann 1. ágúst. Allt okkar dót er í geymslu og starfsemin því á götunni.

​ ​

Unnið er hörðum höndum að því að klára samninga um nýtt húsnæði og munum við kynna það vel þegar allt er klárt.

Til að vekja athygli á húsnæðisvanda danslistamanna langar okkur að hrinda af stað herferð á samfélagsmiðlum. Hugmyndin er að biðja alla þá sem styðja baráttu okkar fyrir Danshúsi til að hafa meðfylgjandi mynd sem prófílmynd á facebook út ágústmánuð. Ert þú með?
#rísidanshús
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com