Untitd 1

Viaggio sentimentale í Harbinger

Á laugardaginn kemur, 9.4. kl:16, opnar sýningin Viaggio sentimentale í Harbinger, Freyjugötu 1. Sýningin stendur til 8. maí og opið er fim-lau frá 14-17 og eftir samkomulagi.
Það er myndlistakonan Ólöf Nordal sem að sýnir og er sýningin m.a. haldin í tilefni af 90 ára afmæli föður hennar, tónskáldsins Jóns Nordal, þann 6.mars síðastliðinn.
Ólöf Nordal er einn af farsælustu myndlistarmönnum þjóðarinnar og á fjölmörg útilistaverk í Reykjavík og nærumhverfi, þar má telja Geirfuglinn í Skerjafirði, Bollastein á Seltjarnarnesi, minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur við Þingholtsstræti og Þúfu, umhverfislistaverk við HB Granda.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com