Verknadarstundir Opin Vinnustofa

Verknaðarstundir: Opin vinnustofa í Gallery Port

Verknaðarstundir: Opin vinnustofa
(14.09 – 04.10)

Opnun laugardaginn 29. september frá 17:00-21:00.

Þeir listamenn sem taka þátt:

Arngrímur Sigurðsson
Árni Már Erlingsson
Loji Höskuldsson
Skarphéðinn Bergþóruson
Ýmir Grönvold
Þorvaldur Jónsson

Það hafa verið langir dagar á vinnustofunni í Gallery Port síðustu vikur, mikið málað, saumað og sullað, klínt og klesst. Góður gestagangur hefur lífgað upp á samveruna. Sögur verið sagðar, sumar góðar, aðrar ekki. Drengirnir hafa verið iðnir síðustu daga og verður afraksturinn af verknaðarstundum þeirra sýndur á opnuninni næstkomandi laugardag. Sýningin verður síðan opin fram til 4 október.

Vinnustofan verður opin og í gangi fram að opnun og allir gestir velkomnir að koma og sjá listamennina að störfum, fá kaffi og spjalla um daginn og veginn, rannsaka stöðu mála.

Opna vinnustofan Verknaðarstundir færði vinnustofu Skarphéðins og Árna fram í rýmið, og eru þeir þakklátir gestalistamönnunum fyrir þátttökuna, en hún er alla jafna bakatil í Gallery Port dags daglega.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com