Richard Skelton Towards A Frontier 72

Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar

Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar

Málþing 20. – 22. maí í Herðubreið, Seyðisfirði

Dagana 20. – 22. maí efnir Skaftfell til málþings um samspil myndlistar og vistfræði í tengslum við verkefnið Frontiers in Retreat . Yfirskrift málþingsins er „Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar” og mun það þjóna sem samtalsvetttvangur þar sem rýnt verður í eftirfarandi spurningar:

  • Hver eru helstu einkenni vistkerfa, umhverfis, samfélags og daglegs lífs á Íslandi?
  • Hvernig geta listamenn tekist á við þessi málefni og hvert er framlag þeirra til umræðunnar?
  • Hvaða tækifæri og áskoranir eru framundan fyrir staðbundin vistkerfi og hvernig getum við aðlagast þeim?

Boðið verður upp á fyrirlestra sem tengjast náttúru, jarðfræði og mannlífi, snertifleti myndlistar og vistfræði, umhverfismál og meðvitaðan lífsstíl, umbætur á innviðum samfélagsins og aukin lífsgæði. Sérstakur gestur verður Naresh Giangrande frá bresku samtökunum Transsition Network og mun hann loka málþinginu á sunnudeginum. Samtökin eru góðgerðarstofnun sem hvetur, útskýrir, víkkar, styður, þjálfar og dýpkar vitund á heimsvísu með Transition módelinu sem leiðir til minnkunnar á losun koltvísýrings og eykur velferð í heiminum. Aðrir fyrirlesarar koma víða að:

Caitlin Wilson frá Landvernd

Erla Dóra Vogler frá Djúpavogshreppi

Guðfinnur Jakobsson frá Skaftholti

Hjalti Jóhannesson frá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri

Jonatan Spejlborg og Lasse Hogenhof (DK) frá Lunga skólanum

Kati Gausmann (DE) myndlistarmaður

Martin Gasser (CH) frá Breiðdalssetri

Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður

Ráðhildur Ingadóttir myndlistarmaður

Rán Þórarinsdóttir frá Náttúrustofu Austurlands

Richard Skelton (UK) myndlistarmaður

Málþingið fer fram á ensku í Herðubreið og þátttaka er gjaldfrjáls. Dagskrá er aðgengileg á www.skaftfell.is og nánari upplýsingar um fyrirlesara birtast brátt. Skráning fer fram á fraedsla@skaftfell.is

Málþingið er styrkt af menningaráætlun ESB, Myndlistarsjóði, Uppbyggingarsjóði Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstað og Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups.

Nánar má lesa um Frontiers in Retreat verkefnið í heild sinni á http://skaftfell.is/verkefni/frontiers-in-retreat-2013-2018/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com