Verkefni á vegum BÍL tengt fyrirkomulagi greiðslna til myndlistarmanna sem sýna verk í söfnum sem njóta opinberra styrkja eða eru rekin fyrir opinbert fé.

Kæru félagsmenn,
Nú er að ljúka fyrsta áfanga verkefnis, sem BÍL átti þátt í að koma á laggirnar með fjárframlagi frá KKN  (Kultur Kontakt Nord), þar sem upplýsingum hefur verið aflað og samanburður unninn á fyrirkomulagi greiðslna til myndlistarmanna sem sýna verk í söfnum sem njóta opinberra styrkja eða eru rekin fyrir opinbert fé.
Þau sem haft hafa veg og vanda af að stýra verkinu eru Guðrún Gísladóttir, ljósmyndari búsett í Kaupmannahöfn, tilnefnd af BÍL og Chris Biddlecomb myndlistarmaður og stjórnarmaður í samtökum skoskra myndlistarmanna SAU.
Verkið hefur allla burði til að vaxa og þróast áfram, en fyrsta áfanga er nú lokið með opnun vefsíðunnar European Artsits’ Rights http://earights.org/
Kær kv.
SÍM
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com