44770237 10156633441742432 5949735147661164544 O

Verk í vinnslu | Listamannaspjall og vöfflur

Verk í vinnslu | Lokahóf og listamannaspjall

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 31. október, kl 17:00

Hópur ungs myndlistarmanna hefur dvalið í sýningarsal Gerðubergs og unnið að myndlist sinni í tilefni af mánuði myndlistar, októbermánuði. Myndlist er fjölbreytt starf, þáttakendur verkefnisins eiga hver sína vinnuaðferð og eru sem stendur á ólíkum stað í eigin ferli.

Á síðasta degi októbermánaðar ætla listamennirnir að bjóða gestum í vöfflur og kaffi og kynna það sem þeir hafa unnið að. Hægt verður að spyrja spurninga og skoða ferlið frá upphafi.

Um verkefnið: 

Áður en myndlist er hengd upp í sýningarrými, skrásett á blaðsíður í bók eða flutt í þaulæfðum gjörningi þarf ýmislegt að gerast fyrst.

Tilraunir geta mistekist – en eru mistökin ef til vill efni í nýtt verk? Gott samtal við gamlan vin eða splunkunýjan skapar hugmynd sem leggur ferlinu lið, svarar áríðandi spurningu og býr til nýjar spurningar.

Nú liggja allt í einu tvö verk, hlið við hlið fyrir tilviljun. Hvaða hugmyndir verða til á milli þeirra?

Til að myndlist verði til þarf tíma og pláss. Tíma til að rannsaka, pláss í höfðinu til að hugsa, pláss fyrir stól fyrir líkama til að sitja í, pláss á hörðum diski, pláss fyrir sull.

Tíma til að skipta um skoðun og byrja uppá nýtt.

Listamenn rýmisins:
Vala Sigþrúðar Jónsdóttir
Bára Bjarnadóttir
Ólöf Rún Benediktsdóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Dýrfinna Benita
Sophie Durand
Eva Bjarnadóttir
Wiola Anna Ujazdowska
Andrea Vilhjálmsdóttir
Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/924057911137828/

Á heima´siðu Borgarbókasafnsins: http://borgarbokasafn.is/is/vidburdir/verk-i-vinnslu-listamannaspjall-lokahof

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com