0442418a 69c1 483f 9773 7401eed40ebe

Verið velkomin í heimsókn í Listaháskólann á Háskóladaginn 4. mars

Háskóladagurinn 4. mars kl. 12 -16
Verið velkomin í Laugarnesið að kynna ykkur námsframboð Listaháskólans.

Kæri viðtakandi,
Þér er sérstaklega boðið á Háskóladaginn sem fer fram næstkomandi laugardag, þann 4. mars frá 12 til 16.

Allir háskólar á Íslandi standa í sameiningu fyrir Háskóladeginum. Skipuleggjendum þætti vænt um ef þú sæir þér fært að mæta á setningarathöfn dagsins sem verður kl. 12 í húsakynnum Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg 91.
Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson setur Háskóladaginn.
Auk þess flytur kór tónlistardeildar LHÍ nokkur lög.

Háskóladagurinn veitir framtíðarnemendum einstakt tækifæri til þess að hitta námsráðgjafa, kennara, starfsmenn og nemendur háskólanna svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um námsval.

Ótal viðburðir, kynningar og uppákomur verða í öllum þremur skólunum sem allir fjölskyldumeðlimir ættu að hafa gaman af. Boðið er upp á fríar strætóferðir á milli háskólanna þriggja, HÍ, HR og LHÍ.

Verið hjartanlega velkomin!

Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Dagskrá Listaháskólans í Laugarnesinu
Heimasíða Háskóladagsins
Facebooksíða Háskóladagsins

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com