DSC 1121 2

Verið velkomin á sýninguna “Blankspace – Moving Dialogues” Tilraunastofa samskipta sem opnuð verður laugardaginn 15. ágúst 2015 kl. 15.00 í Listasal Mosfellsbæjar, sem staðsettur er í Bókasafni Mosfellsbæjar.

Poster_Blankspace_

 

Verið velkomin á sýninguna “Blankspace  – Moving Dialogues” Tilraunastofa samskipta sem opnuð verður laugardaginn 15. ágúst 2015 kl. 15.00 í Listasal Mosfellsbæjar, sem staðsettur er í Bókasafni Mosfellsbæjar.

Alexandra Litaker, Disa Kamula og Insa Sunderlid, þrír listamenn frá Íslandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Þýskalandi hittast í Listasal Mosfellsbæjar í þrjár vikur. Þær koma allar úr mismunandi áttum – landfræðilega, menningarlega, faglega, og hver með sína mismunandi sköpun. Þær nota tóman listasalinn sem tilraunastofu fyrir listræn samskipti.

Listakonurnar taka samskipti ekki sem sjálfgefin, heldur líta á þau sem daglega/listræna/tilfinningalega/andlega umræðu, þar sem líkaminn er aðal miðill samskipta. Á grundvelli líkamlegrar reynslu kanna þær aðstæður, form og möguleika á samskiptum. Þær vinna saman að því að deila reynslu og listrænum aðferðum.

Með samspili vinnu á staðnum og sýninga í nágrenninu og listasalsrýminu, skapa listakonurnar hreyfanleg samtöl. Listsköpunin er opin almenningi, bæði til skoðunar og þátttöku. Velkomin í Blankspace tilraunastofuna!

Sýningin stendur frá 15. ágúst til 12. september 2015

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com