Ok

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Lítil II í Listagilinu á Akureyri

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Lítil II í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Sýningin opnar laugardaginn 26. mars klukkan 15:00, léttar veitingar í boði.

Listamennirnir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir sýna innsetningu sem samanstendur af dansandi silki, bráðnandi jökli, litlum manneskjum og stórum áhyggjum. Maðurinn er miðpunktur og tilfinningin fyrir því að vera bæði risastór og agnarsmá finnst á milli silkiþráða.

Innsetningin er sjálfstætt framhald af sýningunni Lítil sem var sett upp í Þjóðminjasafninu síðastliðið haust og styrkt af Reykjavíkurborg.

Sýningin stendur til 10. apríl en opið er um helgar frá 14:00 – 17:00.

Myndlistarfélagið er styrkt af Akureyrarstofu og Akureyri Backpackers
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com