Verið velkomin á opnun sýningar Hörpu Árnadóttir – Hreintjarnir – fimmtudaginn 2. júlí kl 16.00.

Harpa Árnadóttir – Hreintjarnir

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Hreintjarnir fimmtudaginn 2. júlí kl 16.00.

English below

Harpa Árnadóttir er þekkt fyrir tilraunakennd málverk sín, bæði á striga og pappír. Á sýningunni Hreintjarnir fangar Harpa íslenska sumarið í sínum litríka margbreytileika. Hún skoðar náttúruna gaumgæfilega og hvernig áhorfandi skynjar birtuskil sólarinnar. Sýningin er óður um andrá og eilífð, söknuð, gróandann og hið hverfula, en Harpa tengir saman ljóð og myndmál í mörgum verkanna og myndar þannig brú á milli bókmennta og sjónlista. Titill sýningarinnar er vísun í ljóðabókina Hreintjarnir eftir Einar Braga frá árinu 1962.

Harpa er fædd 1965 á Bíldudal en ólst upp í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Harpa sneri sér að myndlist eftir að hafa lokið BA gráðu í sögu og bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún nam við Myndlista- og Handíðaskólann og lagði síðan stund á framhaldsnám við Konsthogskolan Valand í Gautaborg. Verk Hörpu hafa verið keypt og sýnd af söfnum víða í Evrópu og þau birtust á fyrsta tvíæringnum í Gautaborg, á Momentum, sjötta norræna tvíæringnum í samtímalist í Moss í Noregi. Árið 1995 hlaut Harpa hin virtu teikniverðlaun, Unga tecknare frá þjóðlistasafni Svíþjóðar, þær teikningar eru nú eigu Moderna Museet í Stokkhólmi. Sumarið 2011 gaf bókaútgáfan Crymogea út safn texta og vatnslitaverka eftir Hörpu undir heitinu Júní / June. Á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu má sjá verkið Að teikna Jökulinn og verður það hluti af sýningunni næstu fimm árin.

Sýningin stendur frá 2. júlí – 22 ágúst.

HEIMASÍÐA

FACEBOOK

INSTAGRAM

//

Welcome to Harpa Árnadóttir exhibition, Hreintjarnir, Thursday July 2th at 16.00.

Hreintjarnir is an exhibition of new works by Harpa Árnadóttir where she strives to capture the Icelandic summer in all its colorful complexities. Árnadóttir is known for her experimental paintings, both on canvas and on paper. In this exhibition she reflects on nature by representing the structure of the landscape and works with how the audience perceives the contrasts of sunlight. The exhibition is an ode to the moment and eternity, loss, the season of growth and the ephemeral. Árnadóttir combines poetry and imagery in many of her works and with that doing she casts a bridge between literature and visual arts. The title of the exhibition references to Hreintjarnir a book of poetry by Einar Bragi published in 1962.
Harpa Árnadóttir is born in 1965 in Bíldudalur, Iceland but grew up in Ólafsvík at the Snæfellsnes peninsula. Árnadóttir turned to the visual arts after completing her bachelor’s degree in history and literature at The University of Iceland. She began her art education at the Icelandic College of Art and Crafts and then moved to Sweden for further studies at Konsthogskolan Valand in Gothenburg. Árnadóttir’s works have been acquired and exhibited by museums throughout Europe and have been featured at the first Gothenburg Biennial and Momentum, the 6th Nordic Biennial of Contemporary Art. In 1995 Árnadóttir received the prestigious drawing award, Unge Tecknare, from the National Gallery of Sweden and the awarded drawings are currently owned by Moderna Museet in Stockholm. In the summer of 2011, Crymogea Reykjavík published a collection of texts and watercolors by Harpa titled Júní / June. Currently her work, Drawing the Glacier, is part of the five year long exhibition Points of View at the Culture House in Reykjavik. Árnadóttir lives and works in Reykjavík.

The exhibition runs until August 22.

HOMEPAGE

FACEBOOK

INSTAGRAM

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com