Verið velkomin á opnun sýningar Guðbjargar Lindar í Tveimur hröfnum, listhúsi, Baldursgötu 12 (gengt Þremur frökkum) föstudaginn 20. mars kl. 17.00
Verið velkomin á opnun sýningar Guðbjargar Lindar í Tveimur hröfnum, listhúsi, Baldursgötu 12 (gengt Þremur frökkum) föstudaginn 20. mars kl. 17.00
Guðbjörg Lind Jónsdóttir er fædd á Ísafirði 25. febrúar 1961. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í listhúsinu Tveimur hröfnum. www.tveirhrafnar.is
Sýningin er opin fimmtudaga til föstudaga frá kl. 12 – 17 og á laugardögum frá kl. 13 – 16 en annars eftir samkomulagi. S: 863 6860
Um málverk Guðbjargar Lindar Jónsdóttur
„Guðbjörg Lind Jónsdóttir er í verkum sínum að fást við gamalt viðfangsefni á nýjan hátt: það hvernig hreyfing verður kyrrstaða og tíminn kyrralífsmynd. Vinnuferlið að baki hverju verki er langt, tíminn frá því hafist er handa við verkið og þar til hætt er að vinna skiptir mánuðum. Sem er ein leið til að gera tíma kyrralífsins sýnilegan, nánast áþreifanlegan.“
[Auður Ólafsdóttir]