Á Flekaskilum

Velkomin á sýningu Erlu Þórarinsdóttur á Mokka 8. ágúst – 18. september 2019

Á flekaskilum — verðandi heimsálfa 

Við lifum á flekaskilum Evróasíu og Ameríka. Flekarnir fylgja streymi möttuls jarðar, í eilífum árekstri eða gliðnun. Hér glennist Atlantshaf, Miðgarðsormur rak upp hrygg í huga gamla norðurheims. Sentimetri á ári til þess nýja og gamla gera metra tvo á öld. Heila álfu á miljörðum ára. Umbrot fylgja, jarðskjálftar og jarðeldar. Efni blóðgar sér leið er brýst úr iðrum. Á höfði Miðgarðsorms, landi elds og ísa, gýs að meðaltali á fimm ára fresti.

Undir skurn vitundar býr minning um hungursneyðir sem allar kynslóðir kenndu. Epígenísk efni fylgja genafléttum hverrar frumu og færa  sársauka fram í þrjár til fjórar kynslóðir. Skítrugluð ljúgum við því að gallup að við séum hamingjusöm, því að hamrað var á nagla skólakerfis hve skítt forfeður höfðu það. Skranmegun ruglum við saman við velmegun og úðum í okkur pillum.

Með sinn fót í hvorri álfu á glitormi miðgarðs er flúið á vit lita. Bakvið augnlok búa þeir skínandi skýrir. Fest er á striga og gefið augum sem nenna að sjá. Málverkið tekur yfir og eitt gefur annað. Söngur kerfa tauga, ónæmis og innkirtla spilar lag lífs á orkustöðvarnar sjö.

Æ, komdu gos blóðuga gos! Þótt brennir og eyðir! Jörð þarf að kólna að það gera gosin best, séu þau nógu stór. Jörð má ei missa fleiri jurtir og dýr úr lífkápu sinni, af völdum manna! Fjalladrottning móðir mín spúðu ösku í sjöunda himin! Og á níunda ský! Svo jörð umpólist ekki og meiði það sem síst skyldi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com