Tilfinning

Velkomin á opnun sýningar Jóhönnu V Þórhallsdóttur – Taktur og tilfinning

Í gallerí Göngum opnar myndlistarkonan Jóhanna V Þórhallsdóttir sýninguna Taktur og tilfinning á sunnudaginn 8.desember kl 12 eða strax á eftir messu í Háteigskirkju og stendur opnunin til kl 15.  Myndirnar málaði Jóhanna á þessu ári.

Þetta er 6 einkasýning Jóhönnu hér á landi, en hún tekur auk þess þátt í samsýningu í Þýsalandi um þessar mundir. Í lok nóvember á þessu ári, lauk Jóhanna meistaranámi hjá prófessor Heribert Ottersbach í Bad Reichenhall akademíunni. Áður hefur Jóhanna lokið námi hjá Markúsi Lüpertz í Suður Þýskalandi og hér heima hefur hún lært ma. hjá, Bjarna Sigurbjörnssyni, Söru Vilbergsdóttur, Jóni Axeli Björnssyni og Stephen Lárusi Stephen. Jóhanna hefur stjórnað Gallerí Göng/um frá árinu 2018 og hafa verið haldnar. 12 sýningar á árinu.

Yfirskrift sýningarinnar Taktur og tilfinning vísar í tónlistina, sem leikur stórt hlutverk hjá Jóhönnu þegar hún málar. Myndirnar hreyfast í takt við tónlist sem er alltaf nálæg í sköpun Jóhönnu.

Sýningin er opin á virkum dögum kl 10-16 og um helgar eftir samkomulagi og verður það auglýst sérstaklega á feisbókinni og á heimasíðu kirkjunnar. www.hateigskirkja.is

Á opnuninni verður boðið uppá léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com