Velkomin á Hugarflug 2019: Árleg ráðstefna Listaháskóla Íslands tileinkuð listrannsóknum

BOÐ Á HUGARFLUG 2019Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans sem nú er haldin í níunda sinn. Ráðstefnan, sem fram fer í Laugarnesinu, er vettvangur starfsfólks, nemenda og annarra sem stunda rannsóknir á fræðasviði lista eða tengdra sviða til að mætast og spyrja spurninga, gera tilraunir og kynna verkefni sín. Ætlunin er þannig að skapa aðstæður til að nýjar tengingar og samtöl geti átt sér stað, og nýjir möguleikar til samstarfs á milli ólíkra sviða opnist.

Í ár er ráðstefnan stærri en síðastliðin ár og nær yfir tvo daga, 15. og 16. febrúar, en sérstaklega var kallað eftir efni sem tengist þemanu líkami/líkamleiki.

LYKILFYRIRLESARAR 

Tveir lykilfyrirlesarar verða á Hugarflugi í ár. Þetta eru þær Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, og Rebecca Hilton, prófessor í kóreógrafíu við Stokkholm University of the Arts.

Dagskrá ráðstefnunnar í heild sinni má finna á Heimasíðu Hugarflugs og einnig má þar finna útdrætti allra erinda. Að auki er hér Hugarflug á Facebook.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com