A!1

Vel heppnuð A! Gjörningahátíð

A! Gjörningahátíð var haldin í annað sinn á Akureyri dagana 1. – 4. september og sóttu hátt í 1.700 gestir þá viðburði sem í boði voru. Að þessu sinni var A! með nokkuð alþjólegum blæ enda kom fjöldi listamanna sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru yfir 40 listamenn þátttakendur og nutu aðstoðar rúmlega 300 barna og fullorðinna. A! Gjörningahátíð er orðin að árlegum viðburði á Akureyri og fer fram á næsta ári dagana 31. ágúst til 3. september.

Á meðal þeirra sem fram komu í ár voru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, AK Litaker, Anna Richardsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Borgarasviðið, Gail Priest, Girilal Baars, Gosie Vervloessem, Ka Yee Li, Lárus H. List, Leikfélag Akureyrar, Michael Terren, Sara Björnsdóttir, Sebastian Franzén, Theatre Replacement, Thomas Watkiss og Yu Shuk Pui. Auk þess var „off venue” dagskrá í Listagilinu og víðar og á sama tíma fór fram vídeólistahátíðin Heim.

Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar / Leikfélag Akureyrar, Listhús á Ólafsfirði og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi fyrirtækja á Akureyri.

Daníel Starrason tók með fylgjandi mynd á hátíðinni.

Guðrún Þórsdóttir er verkefnastýra A! Gjörningahátíðar og hún veitir nánari upplýsingar í síma 663 2848 og í netfanginu gunnathors@gmail.com.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com