
Vatnslitasýning í Norræna húsinu.
Vatnslitasýning í Norræna húsinu.
Karin Keane frá Noregi, Björn Bernström frá Svíþjóð og Marianne Gross frá Danmörku halda sýningu á vatnslitaverkum í anddyri Norræna hússins í Reykjavík 9. til 13.mai. Þau eru öll þekktir vatnslitamálarar og hafa haldið fjölda sýninga í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, á hinum norðurlöndunum auk þess að hafa sýnt um allan heim. Opnun á sýningunni er laugardaginn 9.mai kl.16.00-18.00 og allir eru velkomnir. Sýningin stendur til 31.mai 2015. www.nordice.is
Ársfundur Norræna vatnslitafélagsins verður haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík þann 10.mai kl.17.30, allir meðlimir velkomnir. Eftir fundinn kl.18.30 verður boðið upp á fordrykk. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið heldur ársfundinn á Íslandi, dagskráin er því sérlega glæsileg í þetta sinn. Þriggja rétta hátíðarkvöldverður, verð 7400 kr. verður snæddur á veitingahúsi Norræna hússins kl.19.30. Hægt er að skrá sig í kvöldverðinn hjá Jónínu e mail: ninny@ninny.is eða í síma 8619671.
Norræna vatnslitafélagið býður meðlimum sínum að taka þátt í þremur námskeiðum án endurgjalds dagana 10. 11. og 12. mai. Námskeiðin eru haldin af þeim þremur listamönnum sem sýna í anddyri Norræna hússins og verða kúrsarnir haldnir á Korpúlfsstöðum í Reykjavík. Ef þú hefur áhuga á að gerast meðlimur félagsins, þá vinsamlega hafðu samband við Jónínu e mail: ninny@ninny.is.