5f333d41 2c5e 4930 Afa4 Bced67fbe9fc

Vantar skapandi frumkvöðla fyrir Creative Business Cup í Kaupmannahöfn

Creative Business Cup fyrir skapandi frumkvöðla

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitar að öflugu frumkvöðlafyrirtæki til að taka þátt í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup.

Umsóknarfrestur hérlendis er til 7. ágúst og valin fyrirtæki taka þátt í undanúrslitum Creative Business Cup á Íslandi í september. Frumkvöðlar fá aðstoð sérfræðinga við að undirbúa fjárfestakynningar og skerpa á viðskiptahugmyndinni.

Sigurvegari hérlendis tekur þátt í aðalkeppni Creative Business Cup í Kaupmannahöfn í nóvember 2017. Keppnisréttinum fylgir flug og gisting fyrir tvo fulltrúa fyrirtækisins. Creative Business Cup er svo miklu meira en bara keppni – þetta er vettvangur sem styður frumkvöðla í skapandi atvinnugreinum, hjálpar þeim að vaxa, tengjast alþjóðlegum fjárfestum, sérfræðingum og mörkuðum.

Óskað er eftir umsóknum frá skapandi frumkvöðlum. Viðskiptahugmyndin verður að hafa sterka tengingu við skapandi greinar, hafa hátt nýsköpunargildi og mikla markaðsmöguleika. Að minnsta kosti einn einstaklingur frá hverju liði verður að hafa menntun eða bakgrunn frá skapandi atvinnugreinum.

Kynntu þér málið á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Eyrún Eggertsdóttir tók þátt í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup með dúkkuna Lúllu í fyrra.
Nú leitar Nýsköpunarmiðstöð Íslands að öflugu frumkvöðlafyrirtæki til að vera fulltrúi Íslands í keppninni árið 2017. Umsóknarfrestur hérlendis er til 7. ágúst.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com