Mynd 1 10

Valgarður Gunnarsson í SÍM salnum – síðasta sýningarvika

Verið velkomin á sýningu Valgarðs Gunnarssonar í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, Reykjavík.

Sýningin verður opin virka daga kl. 10-16. Hún stendur til 24. nóvember.

Hugmyndir að verkunum koma úr sitt hvorri áttinni en verklag, form, litur, lína er megin atriðið og sameinar í sýningarhæfan búning. Í Íslensk listasaga segir m.a. um Valgarð “Eftir nám í New York í lok áttunda áratugarins kynnti Valgarður verk sín fyrir íslensku listalífi sem hluta af nýbylgjumálverkinu í byrjun níunda áratugarins. Strax í upphafi einkenndust verk hans af samspili milli geómetríska flata og eru einskonar módernískur grunnur fyrir einfaldað leiksvið mannsins. Verk hans hafa ávallt haldið þessum einkennum sem bera með sér skýra fagurfræðilega sýn, fágað handbragð og hárfínt litaval.”

Valgarður (f. 1952) nam  við Myndlista – og handiðaskóla Íslands árin 1975 til 1979 og frá 1979 til 1981 við Empire State College ( SUNY ). Meðal einkasýninga hans má nefna sýningar í Nýlistasafninu, Kjarvalsstöðum, Listasafni ASÍ, Gallery Boj í Stokkhólmi og Institut fur Normung í Berlín. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða erlendis, svo sem í Kanada, London, Færeyjum, Þýskalandi svo tekin séu einhver dæmi. Verk hans eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Reykjavíkurborgar og í opinberum stofnunum hérlendis og erlendis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com