Varúð

V A R Ú Ð – Skartvagninn opnar á föstudaginn í tilefni 1 árs afmæli OPEN!

Verið hjartanlega velkomin á opnun Skartvagnsins föstudaginn 29. mars kl. 19 – 21 í OPEN að Grandagarði 27. Í leiðinni fögnum við 1 árs afmæli sýningarýmisins. ✨

“þá er ekkert eftir nema að fara bara beina leið á sorpu” hugsaði vagninn með sjálfum sér. Það var í raun ótrúlegt að henda honum, stálslegnum, í landfyllingu. Purpuraliturinn nánast alveg heill og skartgripaskúffurnar snyrtilegar. “Kannski ég rúnti aðeins um grandann …”

Gamall purpuralitaður skartvagn fannst í annarlegu ástandi út á Granda. Sýningarrýmið Open hefur tekið vagninn að sér og lappað upp á hann og boðið átta manneskjum að sýna verk í vagninum.

Manneskjurnar eru Brynhildur Pálsdóttir, Carl Boutard, Elín Hansdóttir, Kristján Guðmundsson, Pétur Már Gunnarsson, Rebecca Erin Moran, Valgerður Sigurðardóttir og Þór Sigurþórsson. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa séð mynd af skartvagninum.

Verkin eru góð.

Hugo Llanes mun sötra núðlusúpu og gos á opnun.

– Tónlist – gjörningar – léttar veitingar – skartvagn – snúningsstöpull – DJ  –

Hlökkum til að sjá ykkur! 🎉

Open er sýningarrými undir stjórn Arnars Ásgeirssonar, Hildigunnar Birgisdóttur, Unu Margrétar Árnadóttur og Arnar Alexanders Ámundasonar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com