Untitled 2

Útspil

Útspil

Örsýningar meistaranema í listfræði við Háskóla Íslands

Útspil er röð örsýninga sem stýrt er af meistaranemum í listfræði við Háskóla Íslands. Þar stíga nemendur sín fyrstu skref í sýningarstjórnun. Verkefnið er samstarf Háskóla Íslands við Listasafn Íslands, Nýlistasafnið, Hönnunarsafn Íslands og Listasafn Háskóla Íslands.

Sýningarnar fjórar, endurspegla fjölbreyttar safneignir safnanna sem og ólíkar nálganir sýningarstjórnar.

Opnun þriggja sýninga verður föstudaginn 29. apríl:

Skrælnun (Nýlistasafnið), Gefjunarteppi (Hönnunarsafn Íslands) og Myndaðu skoðun (Listasafn Háskóla Íslands).

Skrælnun

Kl. 12 – 13

Nýlistasafnið, Völvufell 13-21, 109 Reykjavík

29.04.16 – 29.06.16

Hvernig varðveitir maður hugmynd? Hvernig eiga söfn að takast á við varðveislu listaverka sem átti hugsanlega aldrei að varðveita? Hvert er framhaldslíf verka sem snúast um ferðalagið frekar en áfangastaðinn?

Verkin á sýningunni Skrælnun hafa sumhver tekið á sig nýja mynd eftir langa dvöl í geymslum safnsins og illmögulegt að sýna þau í upprunalegu samhengi sínu. Eru þetta enn sömu verk?

Sýnd verða verk úr safneign Nýlistasafnsins eftir Kristján Guðmundsson, Ástu Ólafsdóttur, Michael Gibbs og Rosen/Wojnar.

Sýningarstjórn er í höndum Ingu Bjarkar Bjarnadóttur og Birkis Karlssonar.

***

Gefjunarteppi sýnd í Hönnunarsafni Íslands

Kl. 14:00-15:00

Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ.

Um er að ræða örsýningu innan sýningarinnar Geymilegir hlutir sem nú stendur yfir í safninu.

Sýning á nokkrum Gefjunarteppum úr safneign verður opnuð föstudaginn 29. apríl 2016  kl. 14.00 í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni er meðal annars ullarteppi (1950) með í ofnu skjaldarmerki hins íslenska lýðveldis. Teppin eru unnin með frönsku Jacqard myndvefnaðaraðferðinni.

Örsýningin mun standa yfir í óákveðinn tíma.

Sýningarstjóri er Jófríður Benediktsdóttir mastersnemi í listfræði.

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.

www.honnunarsafn.is

***

Myndaðu skoðun

  1. 16:00-17:00

Listasafn Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.

Listaverkaganga / umræða, hefst í Odda á 2. hæð, fyrir framan kaffistofu.

Sýningin Myndaðu skoðun fer óhefðbundnar leiðir í framsetningu á safneign Listasafns Háskóla Íslands. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á verkum safnsins og skapa vettvang fyrir umræðu um þau.

Myndaðu skoðun er gagnvirk listsýning þar sem notast er við samfélagsmiðla og kassamerki í stað hins hefðbundna hvíta kassa. Gestir sýningarinnar eru hvattir til þess að mynda sér skoðun á verkum safnsins og deila henni á samfélagsmiðlum hvort sem það er formi orða eða mynda.

Hugmyndin er svo að þessar skoðanir sameinist undir kassamerkinu #haskolalist. Við opnun sýningarinnar verður boðið upp á listaverkagöngu um þrjár af byggingum Háskóla Íslands.

Safnast verður saman á 2. hæð Odda, þaðan verður farið yfir í Lögberg og því næst yfir í aðalbyggingu skólans þar sem gangan endar í bókastofu byggingarinnar með léttu spjalli og veitingum.

Í göngunni munu listfræðinemarnir og sýningarstjórar sýningarinnar, Margrét Á. Jóhannsdóttir og Viktor P. Hannesson, leiða umræður um þau verk sem á vegi verða. Öll myndun skoðanna er vel þegin.

Hægt er að fylgjast með framvindu þessarar gagnvirku sýningar á Facebook, Twitter og Instagram síðum Listasafns Háskóla Íslands.

***

Camilla Patricia Reuter og Heiða Jónsdóttir eru í samstarfi við Lisasafn Íslands.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com