Untitled 2

Útskriftarsýningar meistaranema // Spjall

Sýningarspjall við hönnunarnema

Nemendur, prófessor og sýningarstjóri spjalla við gesti um hönnunarhluta útskriftarsýningar meistaranema Listaháskóla Íslands sem stendur yfir í Gerðarsafni. Daníel Björnsson, sýningarstjóri, Dóra Ísleifsdóttir, prófessor og fagstjóri hönnunar fylgja nemendum í opinni umræðu við gesti næstkomandi sunnudag 24. apríl kl. 15:00. Viðburður fer fram á ensku.

Sýnendur:
ANNA GIUDICE
EUSUN PAK
MA PENGBIN
SHU YI
SINÉAD MCCARRON

Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta því þriðji árgangur útskriftanema námsbrautanna sem setur fram lokaverkefni sín til opinberrar sýningar og MA varna. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á sviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi.
Í MA námi í myndlist er nemendum skapaður vettvangur til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtímamyndlistar, styrkja persónulega sýn og tengja listsköpun sína við fræðilegar forsendur fagsins. Í MA námi í hönnun er sjónum beint að aðkallandi viðfangsefnum í samtímanum en í auknu mæli er yfirlýst markmið MA hönnunarbrautarinnar að leiða hugsunina, breyta hugarfari og hafa jákvæð áhrif á það hvernig fólk lifir.
Frítt er í safnið á meðan á sýningu stendur. Allir velkomnir.

Gallery talk with Design students

Sunday, April 24th at 3 p.m. students from the design department from The Iceland Academy of the Arts will talk with guests about their projects at the MA Degree Show of Design and Fine Art. Curator Daníel Björnsson and Professor Dóra Ísleifsdóttir will participate in the event that takes place in English.

Graduates:
ANNA GIUDICE
EUSUN PAK
MA PENGBIN
SHU YI
SINÉAD MCCARRON

Presenting the rewards of two years of higher education at the Masters level, where designers and visual artists have had a chance to hone their skills and develop research into the relevant fields. Emphasis is on creative and analytical thinking that benefits innovative projects in design and visual art in Iceland.
In the MA Program of Fine Art students are given a platform to enhance and further their knowledge in the field of visual art, with wide ranging integration of the artistic aspects necessary for innovative practice in fine art. The MA Program in Design focuses on pressing contemporary topics, and it is the pronounced objective of the Program to be at the forefront of innovative thought, to change attitudes, and to have positive impact on how people live.

Free entrance – everyone welcome.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com