ASU2942

Úthlutað var úr Styktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur

Úthlutað var úr Styktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands þann 18. nóvember síðastliðinn.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1993 og er því 24 ára um þessar mundir. Í ár verða veittir tveir styrkir úr sjóðnum að upphæð kr. 500.000 hvor.

Í dómnefnd sjóðsins sitja Karlotta Blöndal fyrir hönd Sambands Íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands, og formaður dómnefndar er Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands.

Í reglugerð sjóðsins segir að styrkinn skuli veita ,,ungum og efnilegum myndlistarmönnum.”

Úthlutað var úr sjóðnum á afmælisdegi Svavars, 18. nóvember en nú eru liðin 108 ár frá fæðingu hans.

Styrkhafarnir í ár eru tveir, Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com