312efa71 6bb0 494c Aa0c 5be5aa2d5077

Útgáfuhóf Nýmálað á Kjarvalsstöðum kl. 17 – Stærsta úttekt hér á landi á samtímamálverkinu

   
Bókin Nýmálað

Útgáfuhóf í tilefni útgáfu bókarinnar Nýmálað
Kjarvalsstöðum föstudaginn 5. júní kl. 17

Bókin Nýmálað kemur út á föstudaginn 5. júní og af því tilefni heldur Listasafn Reykjavíkur útgáfuhóf á Kjarvalsstöðum þann dag kl. 17 þar sem gefst einstakt tækifæri að fá bókina á kynningarverði. Viðburðurinn er opinn og allir eru velkomnir. Bókinni er ætlað að sýna sneiðmynd af þeirri miklu grósku sem er í málaralist hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki er gerð.

Bókin er 200 blaðsíður og inniheldur ljósmyndir af öllum verkunum á sýningunum Nýmálað 1 í Hafnarhúsi og Nýmálað 2 á Kjarvalsstöðum eða alls 195 málverk sem voru máluð á síðustu tveimur árum eftir 88 listamenn. Að auki má finna upplýsingar um alla listamennina og hugleiðingar um málverkið í bókinni eftir Gunnar J. Árnason heimspeking og listgagnrýnanda og listamanninn, listgagnrýnandann og ljóðskáldið Carol Diehl.

Það er víðtekin skoðun að íslensk samtímalist einkennist af nýjum miðlum en Nýmálað sýnir að vettvangur íslenskrar myndlistar er mun margþættari en svo. Ritstjórar bókarinnar eru Hafþór Yngvason og Hulda Stefánsdóttir. Um hönnun og umbrot sáu Studio Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir. Ljósmyndari er Pétur Thomsen.

Á útgáfuhófinu munu listamenn sýningarinnar, þau Bjarni Sigurbjörnsson, Jón B.K. Ransu og Kristín Gunnlaugsdóttir, flytja stuttar hugleiðingar um málverkið.

Sýningarnar Nýmálað 1 og Nýmálað 2 hafa hlotið frábærar viðtökur og góða aðsókn. En sýningunni Nýmálað 2 lýkur á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn.

Við val á verkum á sýningarnar lögðu þeir Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson sýningarstjórar áherslu á það hvernig listamenn vinna með málningu á flöt í stað þess að beina athyglinni að útvíkkun miðilsins eða því hvernig málverkið hefur tengst öðrum miðlum. Þeir draga það fram sem aðgreinir málverkið frá öðrum myndrænum listmiðlum, með öðrum orðum það hvernig listamaðurinn ber sig að í athöfnum sínum og ákvörðunum þegar hann málar. Þó að myndskipan geti til dæmis verið áþekk í málverki og ljósmynd, felur meðhöndlun málningar í sér aðra nálgun en ljósmyndun. Málunin sjálf er ávallt viðfangsefni listmálarans, hvernig og hvað svo sem hann málar. Og öll verkin á sýningunni og í bókinni bera sköpunarferli málarans vitni.

Listamenn sem eiga verk í bókinni og á sýningunum eru:

Nýmálað I:
Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson.

Nýmálað 2:
Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóelsdóttir, Aron Reyr Sverrisson, Arngunnur Ýr, Ásdís Spanó, Birgir Snæbjörn Birgisson, Bjarni Sigurbjörnsson, Björg Þorsteinsdóttir, Björg Örvar, Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Einar Hákonarson, Erla Þórarinsdóttir, Erla S. Haraldsdóttir, Erró, Eyjólfur Einarsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðbjörg Lind, Guðbjörg Ringsted, Guðmundur Thoroddsen, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hafsteinn Austmann, Halldór Ragnarsson, Hallgrímur Helgason, Harpa Árnadóttir, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, Haukur Dór, Helgi Már Kristinsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Húbert Nói Jóhannesson, Hulda Stefánsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jón Axel, Katrin Fridriks, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Geirsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Marta María Jónsdóttir, Ragnar Jónasson, Sara Riel, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Sigurbjörn Jónsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigurður Örlygsson, Snorri Ásmundsson, Stefán Boulter, Steingrímur Eyfjörð, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorri Hringsson, Þorvaldur Jónsson, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Þórður Hall, Þura-Þuríður Sigurðardóttir, Valgarður Gunnarsson.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com