Mynd Af Thr Med Frett A Vef.161512

Úrslit úr samkeppni um verk í náttúru Þeystareykja kynnt í dag kl.17

Hugmyndasamkeppni um verk í náttúru Þeistareykja
– Niðurstöður verða kynntar í dag kl.17:00 Hönnunarsafni Íslands!

Landsvirkjun í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efndi til hugmyndasamkeppni um hannað verk, eða listaverk, í nágrenni Þeistareykjastöðvar í lok mars 2018. Alls bárust tuttugu og þrjár tillögur, þar af voru fjórar tillögur valdar til frekari útfærslu í seinni hluta keppninnar.

Nú hefur dómnefnd komist að niðurstöðu um hvaða tillaga var valin, en hún verður kynnt í dag, þriðjudaginn 9. október 2018 kl.17:00, í Hönnunarsafni Íslands.

Við sama tilefni verður opnuð sýning á þeim fjórum tillögum sem fóru áfram í síðari hluta keppningar, en hún verður opin almenningi dagana 10.-14. október og verður aðgangur gjaldfrjáls.

Hvetjum áhugasama til að kíkja við!

honnunarmidstod.is

Hönnunarmiðstöð Íslands | Aðalstræti 2 | s: 771 2200 | info@honnunarmidstod.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com