Grafarvogur01

Úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grafarvogs tilkynnt á föstuag

Borgarbókasafnið  | Menningarhús Spönginni
1. júní – 29. júní

 

Sýningaropnun 1. júní kl. 17.00

 

Borgarbókasafnið í Spönginni hefur í vor staðið fyrir ljósmyndasamkeppni meðal íbúa Grafarvogs og nemenda skólanna í hverfinu. Keppnin var fyrir fólk á öllum aldri og myndefni átti að vera úr Grafarvogi. Það eina sem þurfti til var myndavél af einhverju tagi – í símanum, í spjaldtölvunni eða vél upp á gamla mátann. Með snjallsímavæðingu undanfarinna ára er svo komið að fjölmargir, jafnt ungir sem aldnir, eru með hágæðamyndavél í vasanum!

 

Grafarvogurinn er eitt fjölmennasta hverfi Reykjavíkur, hér er blómlegt skólalíf, margvísleg atvinnustarfsemi og síbreytileg náttúran allt um kring, myndefni skortir ekki eins og bera myndirnar sem bárust í keppnina það með sér. Markmiðið var m.a. að vekja athygli á áhugaverðum stöðum í hverfinu, jafnvel leynistöðum, sem gaman væri að kanna nánar á göngu- og hjólaferðum sumarsins sem framundan er. Ekki er síður áhugavert er að bregða nýju ljósi á hversdagsleg fyrirbæri sem blasa við okkur á hverjum degi hér í Grafarvoginum.

 

Skilafrestur var til 14. maí, en 1. júní verður tilkynnt um verðlaunahafa, sem fagleg dómnefnd velur og opnuð sýning á úrvali innsendra ljósmynda á Borgarbókasafninu Menningarhúsi Spönginni.

 

Hvernig er þinn Grafarvogur?

Verið velkomin á opnun sýningarinnar, 1. júní kl. 17:00.

 

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Stephensen
Sigridur.Steinunn.Stephensen@reykjavik.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com