14079525 1035580526556235 44542405945767064 N

Uppskeruhátíð Dags Myndlistar 2017, laugardaginn 28.okt!

Verið velkomin á uppskeruhátíð Dags Myndlistar 2017!
Laugardaginn 28.okt frá 18:00 – 22:00 í SÍM húsinu. 

Eins og þið vitið stendur SÍM fyrir Degi Myndlistar ár hvert.
Laugardaginn 28.október ætla því SÍM og Dagur Myndlistar að bjóða ykkur til hátíðar í SÍM húsinu við Hafnarstræti 16.

 

Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg:

Afhending Tilberans
Tilberinn er viðurkenning sem veitt verður árlega þeim sem þykja hafa sýnt útsjónarsemi, dugnað, hugrekki og staðfestu á sviði myndlistar og auðgað þannig menningar- og listalíf landsins. Að þessu sinni verður Tilberinn veittur á hátíð Dags Myndlistar 2017

Marteinn Sindri tónlistarmaður stígur á stokk (www.marteinnsindri.com)

Þorsteinn Eyfjörð þeytir skífum

Gjörningadúóið Berglind & Rúnar sjá fyrir veitingum á sinn einstaka og frumlega hátt

Nemendur Listaháskólans sýna gjörninga

Nýtt tölublað STARA kemur út

Vín, bjóri og Himbrimi Gin & Tonic í boði.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Dagur Myndlistar – allan október 2017

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com