UNPREDICTABLE ICELAND

 

„Unpredictable Iceland“ er yfirskrift sýningar tveggja listamanna sem sýna í „Nordatlantisk hus“ í Odense frá 15. janúar fram til 13. mars í ár.

NORDATLANTISK HUS opnaði formlega 9. nóvember 2013 og sameinar á einum stað fjölbreytt samstarf og samvinnu Grænlands, Færeyja, Íslands og Danmerkur. Húsið sjálft fékk arkitektaverðlaun enda er það glæsilegt og sérlega fallega staðsett við höfnina í Odense. http://www.nordatlantiskhus.dk/

Íslenski grafíkerinn Sigrún Ögmundsdóttir og danski málarinn Birgitte Lykke Madsen mætast í sameiginlegri sýningu um hið óútreiknanlega Ísland, með íslenska náttúru sem innblástur og samnefnara.
SigrúnÖgmundsdóttirsýnir röð grafískra ljósmynda, þar semkennileitiReykjavíkur–fjallið Esjan er í forgrunni ogBirgitteLykkeMadsentúlkaríverkum sínum ógleymanlegan og áhrifaríkan fund sinn meðíslenskri náttúru og krafti hennar. Báðir listamennirnir stunduðu nám á Fjóni við Listaháskólann (det Fynske Kunstakademi) og hafa tekið þátt í fjölda sýninga á norðurlöndunum en þetta er í fyrsta sinn sem þær sýna saman.

Sýningin opnar sem fyrr segir fimmtudaginn 15 janúar og munu íslensku tónlistarmennirnir Viðar Örn Sævarsson og Svanborg Þóra Kristinsdóttir leika fyrir gesti.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com