Mynd Así

Undirskriftasöfnun vegna Ásmundarsalar

Kæru félagsmenn,

SÍM hefur sett af stað undirskrifasöfnun þar sem skorað er á rekstarfélag Listasafns ASÍ og Alþýðusamband Íslands að endurskoða afstöðu sína í máli Ásmundarsals. Einnig  skorar SÍM á mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málum Listasafns ASÍ og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal við Freyjugötu.

Endilega deilið á facebook og skrifið athugasemdir við undirskriftasöfnunina.

Áætlað er að afhenda Illuga Gunnlaugssyni mennta og menningarmálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjarvíkur og Gylfa Arnbjörnssyni formanni ASÍ undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi.

Fyrir hönd stjórnar SÍM

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður.

Hér er hægt að skrifa undir

Undirskriftalisti

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com