
Umsóknir um sýningar í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins
Þann 15. ágúst verður opnað fyrir umsóknir um sýningarpláss í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri. Tímabilið sem um ræðir er janúar til júní 2021. Reynt verður að haga útlutun á Gildögum á sanngjarnan hátt þannig að sem flestir listamenn fái notið þeirra.
Umsóknum skulu fylgja:
Upplýsingar um listamann.
Upplýsingar um sýningu.
Ljósmyndir af verkum.
Ósk um tímasetningu og annan tíma til vara.
Salurinn er leigður út 2 vikur í senn frá miðvikudegi til þriðjudags og gert er ráð fyrir að opið sé a.m.k. laugardaga og sunnudaga kl 14 -17, að öðru leyti er listamanni frjálst að haga opnunartíma að vild.
Leigan er 15.000 kr fyrir félagsmenn í Myndlistarfélaginu og 25.000 kr fyrir aðra.
Umsóknir skal senda á syningastjornak@gmail.com Stjórn Myndlistarfélagsins
