Vertumed2.135950

Umsóknarfrestur fyrir HönnunarMars er 17. janúar

Nú er árið liðið…og spruðlandi nýtt HönnunarMars ár komið í gagnið. Við bendum á að enn er opið fyrir umsóknir til sýninga á HönnunarMars en umsóknarfrestur rennur út eftir tæpa viku.

Nú þegar hefur fjöldi umsókna borist og er stjórn HönnunarMars í óða önn við að yfirfara innsendingar. Nokkrar sýningar eru staðfestar í dagskrá, þar má nefna sýningu á vöruhönnun í Kjarvalsstöðum undir sýningarstjórn Sigríðar Sigurjónsdóttur, stórsýningu íslenskra húsgagnaframleiðanda og hönnuða í Hörpu, samsýningu íslenskra gullsmiða, samsýningu FÍT og tískusýningar íslenskra fatahönnuða á Reykjavík Fashion Festival sem haldin er samhliða hátíðinni í ár.

Nánar um umsóknarferlið hér.

 

Smelltu hér til að skrá viðburð.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com