295e6f8f 4814 4820 8a60 04c94c78848c

Umræðuþræðir/Talk Series: Margot Norton

Fimmtudag 16. febrúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Margot Norton segir frá úrvali sýninga sem hún hefur skipulagt í New Museum í New York og veitir innsýn í ferli og vinnu sýningarstjórans. Hún segir einnig frá nokkrum af þeim hugmyndum og listaverkum sem móta dagskrá myndlistarhátíðarinnar Sequences VIII sem sett verður í Reykjavík haustið 2017. Norton verður sýningarstjóri hátíðarinnar.

Margot Norton er aðstoðarsýningarstjóri við New Museum í New York. Þar hefur hún sýningarstýrt einkasýningum með listamönnum á borð við Judith Bernstein, Sarah Charlesworth, Tacita Dean, Erika Vogt og Ragnari Kjartanssyni.

Norton skipulagði yfirlitsýningu á verkum LLYN FOULKES sem hefur verið sett upp í the Hammer Museum í Los Angeles, auk þess vann hún að samsýningunum Here and Elsewhere, NYC 1993: Experimental Jet Set, Trash and No Star, Ghosts the Machine og Chris Burden: Extreme measures. Norton er um þessar mundir að vinna að yfirlitssýningu á verkum Pipilotti Rist: Pixel Forest sem verið er að setja upp í New Museum núna 26. október 2016–15. janúar 2017.

Norton var aðstoðarsýningarstjóri á Whitney Biennial 2010 og í Whitney Museum of American Art (Drawings Department) í New York. Norton hlaut meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Columbia University, New York, hún hefur haldið fyrirlestra og gefið út efni um samtímalist.

Umræðuþræðir eru samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands. Lagt er uppi með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður í fyrirlestraröð ár hvert. Þátttakendur í verkefninu eru virtir sýningarstjórar, fræði- og listamenn sem eiga merkan feril að baki á alþjóðlegum vettvangi. Erindi fyrirlesara tengjast á þematískan hátt með vísunum í sýningar sem standa yfir hverju sinni.

Fyrirlestrar fara fram á ensku og eru öllum opnir án endurgjalds.


Talk Series: Margot Norton
Thursday, 16 February 20h00 at Hafnarhús
Under the title Talk Series, Reykjavík Art Museum, Icelandic Art Centre, and the Icelandic Academy of the Arts, are initiating a collaborative visitor program, offering a platform for a continual professional, international encounter to take place in Iceland
Comprising visits by ground-breaking figures in the visual arts, this program initiative will bring to the Icelandic art community, as well as to the public at large, the burgeoning ideas and diverse practices that define the terms and shape the dialogue within the international contemporary art scene.

Margot Norton is Assistant Curator at the New Museum of Contemporary Art in New York. At the New Museum she has curated solo exhibitions by Judith Bernstein, Sarah Charlesworth, Tacita Dean, and Erika Vogt, organized the retrospective exhibition “LLYN FOULKES,” which traveled from the Hammer Museum in Los Angeles, and worked on group exhibitions; NYC 1993: Experimental Jet Set, Trash and No Star, Ghosts in the Machine and Chris Burden: Extreme measures. Norton is currently working on the survey exhibition, Pipilotti Rist: Pixel Forest on view at the New Museum October 26, 2016—January 15, 2017.

Before she joined the New Museum, Norton worked as Curatorial Assistant on the 2010 Whitney Biennial and in the Drawings Department at the Whitney Museum of American Art. Norton holds a Masters Degree in Curatorial Studies from Columbia University, she has lectured and published on contemporary art.

Norton will curate the Sequences Art Festival in Iceland 2017.
Events will take place in English and are open to everyone, free of charge.

 

Nánari upplýsingar / Further Information
Áslaug Guðrúnardóttir
Kynningar- og markaðsstjóri / Communication & marketing manager
Tel. +354 411-6401 / aslaug.gudrunardottir@reykjavik.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com