Karin Sanders

Umræðuþræðir: Karin Sander

Þriðjudag 25. október kl. 20 í Hafnarhúsi

Karin Sander er listakona sem hefur öðlast heimsathygli fyrir margháttaða listsköpun af hugmyndafræðilegum toga. Hún dregur athygli að hinu flókna sambandi á milli listaverks, stofnunar og áhorfenda með innsetningum sínum, skúlptúrum, ljósmyndum, nýjustu tækni og öðrum miðlum. Inngrip listakonunnar í rými og arkítektúr eru sérlega eftirtektarverð en hún kennir við List- og arkítektúrháskólann ETH í Sviss. Hún hefur komið margoft til Íslands og oft á tíðum með nemendum sínum. Karin sýndi nýverið í i8 gallerí verkið Kitchen Pieces, sem samanstóð af ávöxtum og grænmeti sem hún negldi beint á vegg.

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni opinberlega.

Fyrirlestrar fara fram á ensku og eru öllum opnir án endurgjalds.

Viðburðurinn á Facebook.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com