13775551 1171822766203588 4192823909859393256 N

Umbúðalaust Gjörningakvöld á Listasumri

Listasumar á Akureyri dagana 11. til 14. ágúst

11 ágúst  fimmtudagur:

Davíðshús kl 16.00 Allar gáttir opnar ,,Að baki tímans tjalda” leiklistin í lífi Davíðs. Aðgangseyrir 1200/600 kr. Í dag mun Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi flytja nokkur af hugsjónaljóðunum, lesa úr bréfum Davíðs til vina sinna og kafla úr leikritum og leyfa huganum að reika um það sem kann að vera í kringum og á bak við skrifin.

Það verða tónleikar í kvöld í Hlöðunni Litla – Garði þar sem Marína Ósk og Stefán Gunnarsson stíga á stokk. Dúettinn hefur áður spilað saman opinberlega en mætir hér í fyrsta sinn með tónleika í fullri lengd. Efnisskráin inniheldur þekkt lög sem þau hafa útsett fyrir rödd og bassa og spannar tímalínu allt frá Duran Duran til Justin Bieber. Marína Ósk hefur síðastliðin 3 ár verið búsett í Amsterdam þar sem hún lærir djass söng en á sumrin liggur leiðin heim til Akureyrar. Dúettinn er samheldinn og þéttur og tónlistin verður allsráðandi þetta kvöld. Þau fá einnig til liðs við sig góða gesti í nokkur vel valin númer og lofa einstaklega huggulegri og skemmtilegri kvöldstund. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er 1.500 kr

Eins eru auðvitað tónleikar á Græna Hattinum kl 21 þar sem Eyþór Ingi sýnir sínar bestu hliðar með song, sögum og jafnvel eftirhermum. Aðgangseyrir 2000kr.

12 ágúst föstudagur

Á hinum margrómaða Græna Hatti mun Agent Fresco spila eins og engis sé morgundagurinnn. Þessi sveit hefur áður heimsótt Akureyri við mikinn fögnuð áhorfenda.

13 ágúst laugardagur

Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir listakona verður með Umbúðalaust Gjörningakvöld í Deiglunni á laugardagskvöldið kl. 21-23. Umbúðalaust Gjörningakvöld er hugsað sem vettvangur fyrir nýjar hugmyndir, tilraunir, mistök og síðast en ekki síst töfrana sem skapast við nándina og augnablikið sem kemur aldrei aftur.

Listamenn sem koma fram eru þau Bobby Pui frá Hong Kong, Yuliana Palacios frá Mexíkó, Freyja Reynisdóttir ”List” og Örnólfur Hlynur ”Trúir þú á áfengisdjöfulinni”.

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm s. 8482770, heiddis.holm(hjá)gmail.com

“Skógur / Wildwood”. Lilý Erla Adamsdóttir myndlistakona opnar sýningu í Flóru kl. 14. Um er að ræða innsetningu á smáverkum. Lilý er fædd árið 1985. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 með BA gráðu í myndlist. Árið 2014 fékk hún diplóma í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Haustið 2014 færir hún sig yfir til Svíþjóðar þar sem hún tekur Master í textíl við Textilhögskolan i Borås. Hún hefur tekið þátt í sýningum og verkefnum, hér á landi og erlendis.

14 ágúst sunnudagur

Tónleikar í Hlöðunni kl 17.00  “La Maye Trío“. Þeir sérhæfa sig í suður-amerískri þjóðlagatónlist og hafa verið mjög virkir í tónlistarsenunni í Barcelona undanfarin 15 ár. Aðgangseyrir 2000kr. Boðið verður uppá tónlistarferðalag í gegnum mismunandi lönd í Suður Ameríku og farið verður yfir tónlistararf Kúbu, Kólumbíu, Venezuela, Perú, Chile, Argengtínu og Brasilíu. Tónlistarmennirnir sem eru allir með gráðu í tónlist og hafa mikla sviðsreynslu, munu spila á ýmis suðuramerísk hljóðfæri auk þess að syngja á frummáli. Einnig verður rætt um menningu og tónlist heimsálfunnar.

Listaverkefnið RÓT verður á sínum stað milli 13 – 17.

RÓT fer fram dagana 6., 9., 11., 13., 16., 18. og 20. ágúst kl 13 – 17. Rót er samstarfsverkefni þar sem listamenn koma saman og skapa. Hver dagur byrjar á hugmyndavinnu þar sem allar hugmyndir eru ræddar og síðan er unnið út frá því. Rót er góður grundvöllur fyrir listamenn sem vilja fara út fyrir eigin þægindaramma og kanna nýja hluti.

Ef nánari upplýsinga er óskað þá Guðrún Þórs verkefnastjóri s. 6632848

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com